Aðeins ein rauð jól í Jökuldal síðan 1979: Það var eitthvað við þetta ár - myndir
Páll Halldórsson bóndi á á Hákonarstöðum í Jökuldal segir að það hafi einungis verið ein rauð jól í Jökuldal síðastliðin 35 ár.„Mér reiknast til að jólin núna séu þau þrítugustu og fimmtu hjá mér hér á Hákonarstöðum og að mínu viti hafa aðeins verið ein rauð(auð) jól síðan ég kom hingað, og það var árið 1997,“ segir Páll þegar blaðamaður heyrði í honum.
Páll flutti á Hákonarstaði 1979 og hefur varið öllum jólum þar síðan.
„Ég man sérstaklega eftir þessu ári 1997 það var eitthvað við það. Ég man ég tók myndir þann sjöunda eða áttunda júní, strax eftir sauðburð og þá var allt á kafi í snjó. Jólin voru svo rauð þetta sama ár.
Við í Jökuldal erum samt ekkert óvön því að það snjói í maí, en þetta var soldill mikill snjór þetta árið miðað við vanalega. Ég er ekki alveg 100% viss, en samt er ég nokkuð viss um að ég hafi rétt fyrir mér, að það hafa bara verið ein rauð jól í Jökuldalnum síðastliðinn þrjátíu og fimm ár,“ segir Páll að lokum.
Mynd 1: Mynd sem Páll tók á Hákonarstöðum 30.1.2013
Mynd 2: Mynd sem Páll tók af fénu þann 7. eða 8. júni 1997
Mynd 3: Mynd sem Páll tók á Hákonarstöðum á rauðu jólunum 1997.
Við í Jökuldal erum samt ekkert óvön því að það snjói í maí, en þetta var soldill mikill snjór þetta árið miðað við vanalega. Ég er ekki alveg 100% viss, en samt er ég nokkuð viss um að ég hafi rétt fyrir mér, að það hafa bara verið ein rauð jól í Jökuldalnum síðastliðinn þrjátíu og fimm ár,“ segir Páll að lokum.
Mynd 1: Mynd sem Páll tók á Hákonarstöðum 30.1.2013
Mynd 2: Mynd sem Páll tók af fénu þann 7. eða 8. júni 1997
Mynd 3: Mynd sem Páll tók á Hákonarstöðum á rauðu jólunum 1997.