Íþróttamiðstöðin á Djúpavogi fær góða gjöf

Iþrottamidstodin djupavogi gjöfÁ dögunum færði Kvenfélagið Vaka á Djúpavogi Íþróttamiðstöðinni veglega gjöf. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kvenfélagið lætur gott af sér leiða í bæjarfélaginu. Þær hafa komið víða við og styrkt hin ýmsu málefni í sínu góða starfi á Djúpavogi.

Það voru þær Bergþóra Birgisdóttir, formaður kvenfélagsins og Ingibjörg Stefánsdóttir sem færðu Íþróttamiðstöð Djúpavogs gjöfina sem er að verðmæti 170.000.kr. Það var Andrés Skúlason, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar sem tók við gjöfinni á föstudaginn var.

Gjöfin er blanda af ýmiskonar skemmtilegum og þroskandi leiktækjum fyrir yngstu börnin sem heimsækja Íþróttamiðstöðina reglulega. Gjöf sem á sannarlega eftir að nýtast vel í leik og starfi.

Meðfylgjandi er mynd frá afhendingu gjafarinnar. F.v. Bergþóra, Ingibjörg og Andrés.

Iþrottamidstodin djupavogi folk


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.