Vinnsla hafin hjá Búlandstindi á Djúpavogi

bulandstindur hefur vinnslu januar 2015  1 Í dag mættu 25 starfsmenn til vinnu hjá Búlandstindi ehf. á Djúpavogi en í kjölfar brotthvarfs Vísis af svæðinu var þetta gamla nafn endurvakið í nýju fiskvinnslufyrirtæki sem hóf vinnslu formlega í morgun.

Fyrirtækið er í eigu Ósness og Fiskeldis Austfjarða. Elís Hlynur Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds, segir viðskipti þegar hafin við báta sem munu leggja upp hjá fyrirtækinu til að byrja með, auk þess sem slátrun á eldisfiski muni verða stór partur af vinnslunni. Hann segist vonast til að heildarvinnsla hjá fyrirtækinu fyrsta árið komi til með að nema 1700 tonnum af bolfiski og líklega um 1500 tonnum af eldisfiski.

Af þessu tilefni færði Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogs, framkvæmdastjóranum gjöf frá sveitarfélaginu og óskaði honum til hamingju með þennan merka áfanga. Eftir afhendinguna var haldið niður í vinnslusal þar sem verið var að slátra eldisfiski úr Berufirði auk þess sem nokkrir starfsmenn voru að pakka saltfiski.

Myndir: Af vef Djúpavogs. Sjá fleiri myndir HÉR

bulandstindur hefur vinnslu januar 2015  8




Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.