Fyrsti Austfirðingur ársins fæddur

Anita og lillanFyrsti Austfirðingur ársins fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað klukkan 7:45 í gærmorgun, mánudaginn 5. janúar. Það er stúlka sem vegur rúm fjögur kíló og er 53 sentimetrar á lengd.
„Þetta gekk ótrúlega vel. Ég missti vatnið um þrjú í fyrrinótt og kom með sjúkrabíl hingað á Neskaupstað þar sem það var ekki vitað hvort hún væri skorðuð. Allt gekk vonum framar og hún kom svo í heiminn rétt fyrir átta í gærmorgun,“ segir Aníta Linda Jónsdóttir móðir litlu stelpunnar í samtali við Austurfrétt.

Aníta Linda og maðurinn hennar Stefan Schulz búa á Egilsstöðum og eiga fyrir dótturina Emilý Rós sem er að verða tveggja ára. Móður og dóttur heilsast vel, eins og Aníta segir sjálf „Við erum rosa sprækar.“

Mynd: Aníta Linda með nýjasta Austfirðinginn. 

anita og fyrsti austfirðingurinn


 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar