Slökkvilið Djúpavogs auglýsir eftir slökkviliðsmönnum: Hvetjum menn og konur að sækja um

Slokkvilid djupavogs ausSlökkviliði Djúpavogs auglýsir eftir slökkviliðskörlum og konum um þessar mundir en engin kona er meðal starfandi slökkviliðsmanna á Austurlandi í dag. Fækkað hefur í liðinu síðustu ár.

Starfið er hlutastarf sem felur í sér að sinna bakvöktum hálfan mánuð í senn, mæta á æfingar og stunda nám í Brunasmálakólanum. Í auglýsingunni kemur fram að slökkviliðsmaðurinn sinnir almennum slökkvistörfum, mengunaróhöppum og björgun vegna umferðaslysa.

„Það hefur af ýmsum ástæðum fækkað hjá okkur, og það var búið að ákveða að ráða fleiri svo nú er tímabært að auglýsa eftir mannskap,“ segir Kári Snær Valtingojer, varaslökkviliðsstjóri í samtali við Austurfrétt.

Slökkviliðsmenn vinna á bakvaktarkerfi. „Við erum tíu að öllu jöfnu. Fimm starfsmenn vinna á bakvakt í tvær vikur í senn. Þetta er rekið undir Brunavörnum á Austurlandi eins og í mörgum öðrum sveitafélögum hérna fyrir austan, og þar er þetta bakvaktarkerfi í gangi.“

Umsækjendur þurfa að hafa góða líkamsburði, vera andlega og líkamlega heilbrigðir, reglusamir og hafa góða sjón og heyrn. Eins þurfa umsækjendur að hafa fasta búsetu á Djúpavogi og stunda ekki vinnu utan þéttbýlis. En getur hver sem er sótt um?

„Það getur hver sem er sótt um. Vanalega er gerð krafa um iðnmenntun og meirapróf en svona út landi getum við ekki gert þá kröfu. Það er bara ekki hægt, þá fengist enginn í þetta.

En umsækjendur fá að sjálfsögðu menntun í Brunamálaskólanum í fjarnámi. Þar taka menn skólann á einu ári, það er að segja grunninn. Og svo eru verkleg próf og æfingar eftir það þannig að menn eru tvo ár að mennta sig upp í grunnslökkviliðsmann. Slökkviliðsmenn eru svo sífellt að bæta þekkingu sína eftir það með aukanámskeiðum og endurmenntun. Við hvetjum menn eindregið að sækja um.“

En konur? „Já og konur. Það eru engar konur í liðinu okkar. Mér telst að það séu 55 slökkviliðsmenn innan Brunavarna Austurlands í dag allt karlar. Það er kannski tímabært að fá konu í hópinn“ segir Kári að lokum.

Sjá auglýsingu HÉR

Mynd: Ólafur Björnsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.