Jökuldalur: Versta mengunin síðan gosið byrjaði

Mengun jokuldalurHlutfall brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti mældist 7800 míkrógrömm í rúmmetra um klukkan tvö í gærdag á Jökuldal.

„Þetta er mesta mengunin sem mælst hefur í dalnum síðan gosið byrjaði. En þetta er samt svo óvænt, af því það hefur dregið úr gosinu og gaslosuninni, en veðrið er svo ráðandi þáttur í því hvernig þetta berst,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.

16 stiga frost og stilla

„Í gærdag var rúm 16 stiga frost og stilla í dalnum. Það er einmitt í svona forstillum svokölluð hitahvörf myndast. Það myndast það sem sumir kallast pottlok sem er þá í einhverri ákveðinni hæð í nokkrum hundruð metrum og þá kemst mengunin ekki upp fyrir þetta lag.

Því berst hún hægt og rólega upp að laginu en ekkert upp fyrir það. Þar af leiðandi, mökkurinn hækkar ekki hægt og rólega og eins og vanalega.“

Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum segir í samtali við Vísi.is í dag: „Þetta er held ég það allra svartasta sem ég hef séð eftir að fór að bera á mengun úr Holuhrauni. Hún er búin að vera viðvarandi á þessu svæði, en hefur aldrei verið eins mikil og í gær.“

Mjög óholl mengun

En hversu hættuleg telst þessi mæling 7800 mg. „Þetta er alveg slatti. Miðað við töfluna okkar fer þetta inn á svið sem kallast óhollt og er komið í efri mörkin á því (2600-9000). Þá finna allir einstaklingar fyrir einhverjum óþægindum, sviða í hálsi, nefi, augum og þeir sem eru með asma finna fyrir honum.

Við hvetjum fólk til að fylgjast með töflunni okkar. Þar er að finna ákveðin viðbrögð varðandi hvað best er að gera, eins og að loka gluggum og taka því rólega. Við höfum verið minna í að ráðleggja fólki að vera hækka hitann. Sérstaklega þegar það er svona kalt úti, þá er það mikill hitamunur úti og inni. Svo höfum verið að benda fólki á að bleyta handklæði í matarsóda og láta viftu blása á það. þetta er ákveðin hreinsitækni fyrir þá mengun sem kemst inn.

En hvað með skepnurnar. „Skepnurnar verða fyrir sömu áhrifum og menn. Flest fjárhús eru það óþétt að það gustar vel í gegnum þau og ég heyrði það að víða í Jökuldalnum sást alveg mengunarský inn í fjárhúsunum,“ segir Þorsteinn að lokum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.