Rafmagnslaust í Skriðdal í um tíu tíma

raflinur skriddalRafmagnslaust hefur verið á flestum bæjum í Skriðdal síðan á ellefta tímanum í morgun. Illa gengur að finna bilunina sem virðist vera í jörðu.

„Okkar menn eru orðnir heitir, það er búið að einangra bilunina við ákveðið svæði," segir Ólafur Birgisson, deildarstjóri netreksturs RARIK á Austurlandi í samtali við Austurfrétt á níunda tímanum í kvöld.

Rafmagnslaust hefur verið á flestum bæjum í sveitinni síðan kortér fyrir ellefu í morgun. Ólafur segir að bilunin sé trúlega í streng eða spenni ofan í jörðinni.

„Þegar menn sjá ekki bilunina getur verið erfitt að finna hana."

Hann kvaðst þó vonast til að bið Skriðdælinga eftir rafmagni á ný færi senn að styttast þar sem menn virðist vera á réttum slóðum í leitinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar