Hyggjast halda málþing um olíumál
Sveitarfélagið Fjarðabyggð áformar að standa fyrir málþingi um olíuleit, vinnslu og umhverfisáhrif í vor. Olíumálaráðherrar Noregs er meðal þeirra sem sýnt hafa áhuga á að koma að slíku þingi.Þetta kom fram í máli Jóns Björns Hákonarsonar, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, á síðasta bæjarstjórnarfundi.
Hann sagði hafa verið rætt við ýmsa aðila, einkum frá Noregi, sem væru „meira en tilbúnir að koma og leiðbeina og deila reynslu sinni."
Þar á meðal eru fulltrúar frá Hammerfest, sveitarfélagi þar sem vinnsla er að hefjast eftir margra ára leit og Stavanger, vinabæjar Fjarðabyggðar en bærinn er gjarnan nefndur „olíuhöfuðborg Noregs."
Þá mun olíumálaráðherra Noregs einnig hafa sýnt áhuga á að koma að slíku þingi.
Væntanlegt málþing yrði haldið í samstarfi við nágrannasveitarfélagið Fljótsdalshérað.