Samstarf um bættan námsárangur: Það var mikill samhugur og jákvæðni á fundinum

samstarf baettur namsarangurFöstudaginn 16. janúar síðastliðin skrifuðu skólastjórnendur leik- og grunnskóla á Austurlandi undir viljayfirlýsingu um bættan námsárangur, með sérstakri áherslu á læsi og stærðfræði.

Skólastjórnendur eru með þessu að fylgja eftir ákvörðunum sveitarstjórna á Austurlandi sem ákváðu í sumar að setja aukið fjármagn til kennsluráðgjafar við Skólaskrifstofu Austurlands í þessum sama tilgangi. Mikill samhugur var á fundinum um samstarf milli skóla og skólastiga.
Næstu skref samkvæmt yfirlýsingunni eru að hver skóli setur sér markmið og velur sér leiðir í samráði við starfsfólk, foreldra og nemendur.

Með þessu vilja skólastjórnendur vinna saman að því að þróa skólastarf á Austurlandi enn frekar og tryggja að nemendur á Austurlandi standi öðrum nemendum ekki að baki í námi.

„Það var sérstaklega mikill samhugur á fundinum og jákvæðni. Það eru allir sem vilja vinna vel saman að þessum málum,“ segir Sigurbjörn Marinósson, forstöðumaður Skólaskrifstofu Austurlands.

Mynd: Við undirritun samningsins á föstudaginn.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.