Fengu heyrúllur í garðinn í óveðrinu í gær: Þetta var svo sannarlega heyfengur

Rullur i gardinum„Það var Helvítis Dyrfjalla-gustur hérna á Borgarfirði í gær. Þegar við vöknuðum fundum við þessar fínu rúllur frá Kobba í Njarðvík sem voru búnar að leita skjóls í garðinum hjá okkur,“ segir Hafþór Snjólfur Helgason á fésbókarsíðunni sinni í dag. En Hafþór býr í Réttarholti í Borgarfirði. En mikið óveður var í Borgarfirðinum í gær.

„Veðrið var alveg svakalegt. Þetta var hellings hvellur. Þetta gerist þegar suðvestanáttin stendur beint af Dyrfjöllum þá kemur þetta brjálæðislega rok. Það er oft sem við finnum eitthvað drasl í garðinum eftir svona rok en ekki svona stórt Það verður forvitnilegt að sjá hvernig eigandinn ætlar að ná þeim, en þetta eru alveg 400 kg rúllur.“

Skemmdist ekkert? „Nei. Þær fóru í gegnum limgerði sem hægði greinilega á þeim. En þær virðast ekki hafa farið á húsvegginn. Önnur rúllan er bara svona tíu til fimmtán sentimetrum frá veggnum.

Við höfum lent í því einu sinni eftir svona Dyrfjalla-veður að það þurfti að skipta um tuttugu og þrjár. rúður í húsinu. Þetta var því bara afskaplega lítið miðað við þá. En þetta var svo sannarlega heyfengur,“ segir Hafþór í samtali við Austurfrétt.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.