Fyrsta lánið til Austurlands: Þetta er sannkölluð gleðitíðindi
Frábær mæting var á kynningarfundinn "Tækifæri fyrir konur" sem haldinn var fyrr í síðustu viku en samtals mættu 43 konur á Egilsstöðum og Reyðarfirði. Þar voru m.a. kynntar nýjar leiðir fyrir konur sem vilja stofna eigin atvinnurekstur en fyrsta og eina lánið sem Byggðastofnun hefur veitt í gegnum nýtt úrræði kom til Austurlands.Lára Vilbergsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú sem skipulagði fundinn í samvinnu við TAK - Tengslanet austfirskra kvenna, sagði að það væri greinilega hugur í austfirskum konum. "Fyrsta og eina lánið sem Byggðstofnun er búið að veita í gegnum þetta nýja úrræði kom til Austurlands og eru það sannkölluð gleðitíðindi," segir hún en á fundinum kynntu fulltrúar Byggðastofnunar og Vinnumálastofnunar kynntu mismunandi verkefni og nýjar leiðir fyrir konur sem vilja stofna eigin atvinnurekstur.
konur aðeins um 5% aðalumsækjanda
Þessu verkefni Byggðastofnunar er ætlað að ýta sérstaklega undir sprotafyrirtæki kvenna, en konur eru aðeins um 5% aðalumsækjenda um lán hjá stofnuninni. Í mörgum byggðum er vinnumarkaðurinn tiltölulega einsleitur og oft mjög kynskiptur. Lítil sprotafyrirtæki geta auðgað atvinnulífið og skapað ný störf til viðbótar við hefðbundin störf dreifðari byggða. Það á ekki síst við um konur sem sjá tækifæri til að skapa sér þannig störf við hæfi á þeim stað sem þær vilja.
Á fundinum kynntu nokkrar konur sín sprotafyrirtæki. Það voru þær, Fjóla Hrafnkelsdóttir - Heilsuefling Heilsurækt, Heiður Vigfúsdóttir – Austurför, Lonneke van Gastel – Heilsuleiðir og Alfa og Rán – Grafít.
Spennandi möguleikar
Næsti umsóknarfrestur í atvinnuuppbyggingarsjóðinn Atvinnumál kvenna er 16. febrúar og verður 35 milljónum úthlutað. Alltaf er opið fyrir umsóknir til Byggðastofnunar en Svanni-Lánatryggingasjóður verður auglýstur um leið og liggur fyrir ákvörðun um að framlengja því úrræði. Áhugasamir eru beðnir um að kynna sér þessa möguleika hér og hér.
Það var Austurbrú sem greindi frá / Mynd: Frá fundinum á Vonarlandi.