Eðlilegt að almannaþjónusta ríkisins sé ekki bara í boði á höfuðborgarsvæðinu

neskBæjarstjórn Fjarðabyggðar hvetur ríkisvaldið til að velja verkefnum staðsetningar með tilliti til aðstæðna á hverjum stað og eðli verkefnanna. Eðlilegt sé að dreifa almannaþjónustu um landið.

Þetta kemur fram í nýlegri bókun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um tilfærslu starfa út á land. Þar er fagnað umræðu og áhuga stjórnvalda til að dreifa opinberum störfum um landið.

„Brýnt er að horft verði á landið allt og verkefnum valin staðsetning með tilliti til aðstæðna á hverjum stað og eðli verkefnanna," segir í bókunni.

Bent er á að víða á Austurlandi hafi opinberum störfum fækkað og atvinnuástand þyngst mjög með tilflutningi starfa.

Því hvetur bæjarstjórnin ríkisvaldið til að horfa til slíkra þátta og vanda allan undirbúning þegar skoðaður er flutningur á störfum og stofnunum um landið.

„Þá er nauðsynlegt að umræða um flutning starfa sé hófstillt og haft í huga að það er eðlilegt að almannaþjónustu ríkisvaldsins sé í boði um land allt en ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.