Norsku skipin dugleg að landa loðnu á Austfjörðum

rogne norsktskip-faskjan15 jonoskNorsk loðnuveiðiskip hafa tvo daga landað yfir 10 þúsund tonnum af loðnu á Austfjörðum sem er álíka mikið og þau veiddu alla síðustu vertíð. Um helmingur þeirra loðnu sem þau hafa landað á vertíðinni hefur farið til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.

Norsku skipin lönduðu um 6.500 tonnum á Fáskrúðsfirði og Eskifirði í gær og rúmum 4.400 tonnum þar í fyrradag.

Alls hafa þau landað um 20.000 tonnum hérlendis þar af hafa tæplega 9000 tonn farið til Loðnuvinnslunnar. Aflinn fer í bræðslu og frystingu til manneldis.

„Þetta er mjög góð loðna enda eru Norðmennirnir með góð kæliskip," segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.

Til samanburðar má nefna að norsku skipin veiddu ekki í fyrravetur nema um 10þúsund tonn. „Loðnan var að stríða mönnum í fyrra en þetta byrjar óvenju vel núna," segir Friðrik.

Mest af loðnunni er selt á Rússlandsmarkað og segir Friðrik að ágætt verð hafi fengist fyrir hana. Hún veiðist við Grímsey og Kolbeinsey, úti fyrir Eyjafirði og allt austur á Skjálfandaflóa.

Hoffell, skip Loðnuvinnslunnar, hefur hins vegar verið á kolmunnaveiðum að undanförnu. Það og færeysk hafa skilað um 8 þúsund tonnum af honum á land á Fáskrúðsfirði það sem af er vertíðinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar