Á þriðja tug kannabis planta gerðar upptækar á Austurlandi

kanabisLögreglan á Austurlandi  lagði hald á þriðja tug  kannabis platna í fyrradag. Ræktunin sem var í heimahúsi var gerð upptæk. Auk efnanna lagði lögregla hald á ræktunarbúnað og lítilsháttar af öðrum  efnum.

Lögreglan staðfesti þetta í samtali við Austurfrétt í dag en ekki fékkst uppgefið hvar á Austurlandi þetta var. Málið telst upplýst.

„Samstarf fólks við lögregluna hefur oft skilað miklu. Þess vegna hvetjum við hvern og einn að vera á varðbergi ef það veit um eitthvað svona og láta lögreglu vita um hæl," segir Elvar Óskarsson, fulltrúi hjá lögreglunni á Austurlandi.
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar