Íbúafundir í Fjarðabyggð vegna eldgossins í Holuhrauni
Tveir almennir upplýsingafundir verða haldnir í Fjarðabyggð í dag um jarðhræringarnar í Bárðabungu og eldgosið í Holuhrauni í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en Austurland er það landsvæði sem hvað oftast hefur þurft að glíma við SO2 gasmengunina frá Holuhrauni.Á fundunum munu fulltrúar frá Veðurstofu Íslands, Umhverfisstofnun, Sóttvarnalækni og Jarðvísindastofnun fjalla um stöðuna á eldgosinu og fara yfir jarðhræringarnar í Bárðarbungu. Þá verða til umræðu áhrif og viðbrögð við gasmengun, hugsanlegt öskufall vegna eldgoss og viðbragðsáætlun á Austurlandi sem nú er í vinnslu
Fundirnir verða í Gunnskóla Reyðarfjarðar klukkan 17:00 og Nesskóla Neskaupstað klukkan 20:00
Íbúar eru hvattir til að koma á fundina og kynna sér þau mál, sem þar eru til umfjöllunar.