22 austfirskt fyrirtæki á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki
Ríflega 20 austfirsk fyrirtæki tóku á móti viðurkenningum frá Creditinfo í gær sem framúrskarandi fyrirtæki ársins 2014. Matið byggir á ýmsum þáttum í rekstri fyrirtækjanna.Alls hlutu 577 fyrirtæki viðurkenninguna í ár eða 1,7% af þeim tæplega 33.000 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá. Í fyrra hlutu 464 fyrirtæki viðurkenninguna en voru aðeins 178 þegar hún var fyrst veitt árið 2010.
Ýmis skilyrði þarf að uppfylla til að komast á listann. Meðal þeirra er að skila ársreikningum til RSK, sýna jákvæðan rekstrarhagnað, jákvæða ársniðurstöðu, vera með eignir yfir 80 milljónir og eiginhlutfjárhlutfall sé að lágmarki 20% þrjú ár í röð.
Ekki er horft til annarra rekstrarforma en ehf., hf., eða svf., líkur á alvarlegum vanskilum skulu vera minni en 0,5%m fyrirtækið þarf að vera virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo og framkvæmdastjóri sé skráður í hlutafélagaskrá.
Framúrskarandi fyrirtæki á Austurlandi 2014
Síldarvinnslan, Neskaupstað
Loðnuvinnslan, Fáskrúðsfirði
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga
Launafl, Reyðarfirði
Eskja, Eskifirði
ÞS Verktakar, Egilsstöðum
Ölduós ehf., Stöðvarfirði
G. Skúlason vélaverkstæði ehf., Neskaupstað
Myllan ehf., Egilsstöðum
Hótel Framtíð ehf., Djúpavogi
Framjaxlinn ehf., Egilsstöðum
Fjarðanet, Neskaupstað
Hólmi NS-56 ehf., Vopnafirði
Héraðsprent ehf., Egilsstöðum
Brimberg ehf., Seyðisfirði
Kári Borgar ehf., Borgarfirði (eystri)
Fles ehf., Borgarfirði (eystri)
Egilsstaðabúið ehf., Egilsstöðum
Austfar ehf., Seyðisfirði
Tréiðjan Einir ehf., Fellabæ
Bílar og vélar ehf., Vopnafirði
Tanni ferðaþjónusta ehf., Eskifirði