Fundað um framtíðina í Fjarðabyggð í dag

vitundarvakning neskHvernig sérðu atvinnutækifæri og nýsköpun þróast í þínu samfélagi? Verða börnin þín við stjórnvölinn eftir tuttugu ár? Í dag verður haldinn fundur í Fjarðabyggð um byggðaþróun á norðurslóðum Norðurlanda þar sem meðal annars verður reynt að svara þessum spurningum.

Fundirnir eru liðir í verkefni um byggðaþróun á norðurslóðum Norðurlanda til framtíðar. Um er að ræða átaksverkefni á dagskrá Norrænu ráðherranefndarinnar (NMR) frá 2013 til 2016.

Embættismannanefnd NMR um byggðaþróun hefur þess vegna sett á laggirnar vinnuhóp sem hefur að markmiði að þróa framtíðarsviðsmyndir um sjálfbæra svæðisbundna þróun á norðurslóðum Norðurlanda. Þær eiga að vera framlag til að þróa þekkingu um málefni norðurslóða svæðisins og munu í kjölfarið fá aukið vægi í pólitískri umræðu á þessum vettvangi.

Vinnuhópurinn leitar að svörum við eftirfarandi spurningum:
- Hvaða samfélagslegu og auðlindatengdu, náttúrulegu og manngerðu aðstæður má ímynda sér að geti haft áhrif á byggðaþróun á Norðurslóðum næstu tíu, tuttugu eða þrjátíu ár?
- Hvernig mun meðhöndlun þessara aðstæðna geta haft áhrif á lífsforsendur og framtíðarútlit svæðanna?
- Hvaða áskoranirnar krefjast úrlausna í skipulagsmálum og byggðastjórnmálum?

Það er mikilvægt að svara þessum spurningum svo svæðisbundnir aðilar á norðurslóðum fái möguleika til að taka þátt í að draga upp framtíðarmyndir sem hægt er að vinna frekar með í framhaldinu.

Vegna þessa verkefnis hafa verið haldnir fundir á öllum Norðurlöndunum. Haustið 2013 voru íbúafundir haldnir á Grænlandi, í Noregi og Svíþjóð. Í janúar voru fundir haldnir í Færeyjum og nú í febrúar verða fundir í Finnlandi og hér á landi undir yfirskriftinni Stefnumót við framtíðina.

Fundurinn verður á Reyðarfirði í Fróðleiksmolanum og hefst klukkan 17:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar