Stóreflis björg féllu á veginn í Mjóafirði

steinar mjoafirdi gudjonhTveir stærðarinnar steinar féllu á veginn í Mjóafirði á sunnudagsmorgun. Áætlað er að annar þeirra sé um 20 tonn að þyngd.

„Menn áttu alveg von á þessu, steinarnir voru þannig staðsettir,“ segir Guðjón Halldórsson, íbúi á Mjóafirði.

„Þeir hafa verið lengi uppi í hlíðinni við Höfðabrekkuna og það var eiginlega spurning um hvenær þeir kæmu en ekki hvort.“

Steinarnir lentu hvor sínum megin á veginum og lokuðu honum nánast. Öðrum steininum var ýtt út í sjó með hjólaskóflu en sá sem lenti ofan við veginn stendur þar enn.

Svo virðist sem umhleypingar síðustu daga og mikil hlýindi um helgina hafi orðið þess valdandi að steinarnir skriðu af stað á sunnudagsmorgun en engin vitni voru að því þegar björgin komu niður hlíðina.

Steinarnir eru býsna stórir og áætla heimamenn að sá neðri vegi um 20 tonn. Töluvert átak þurfti til að ýta honum út í sjóinn.

Myndir og myndband: Guðjón Halldórsson



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.