Nemendur VA með skólafund: Vildum fá álit og skoðanir krakkana

Va skolafundur-i-jan-2015Síðastliðin þriðjudag var haldinn skólafundur í Verkmenntaskóla Austurlands. Fundurinn var óvenjulegur að því leyti að nemendaráð skólans sá um fundinn.

Viðfangsefni fundarins var félagslíf skólans. Nemendum var skipt í þrjá hópa og fengu tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri um allt sem viðkemur félagslífi skólans svo sem eins og hvað má gera betur og hugmyndir að viðburðum sem nemendaráðið skipuleggur

„Það er alltaf haldin skólafundur reglulega þar sem nemendum og starfsmönnum er boðið að sitja á. En núna fengum við að hafa fundinn út af fyrir okkur og bjóða bara nemendum að koma.

Við vildum bara fá álit og skoðanir krakkana um hvað þeir vildu gera í því sem snýr að félagslífi skólans. Margar góðar hugmyndir komu fram og eins virtust þeir hafa mjög ákveðnar hugmyndir hvað mætti gera betur,“ segir Þorvaldur Marteinn Jónsson formaður nemendafélags VA í samtali við Austurfrétt.

.Eftir að hóparnir höfðu skrifað hjá sér niðurstöður sínar voru þær kynntar fyrir öðrum nemendum og starfsmönnum skólans. Nemendur komu með margar góðar hugmyndir og komu á framfæri atriðum sem nemendaráðið ber að hafa í huga.

Hvað gerir svo nemendaráðið í framhaldi af fundinum?

„Við munum leggja okkur fram við að koma til móts við þessar hugmyndir, og við erum þegar byrjuð að gera það. Það kom hugmynd um að halda bíókvöld sem við og gerðum. Nú er erum við að undirbúa árshátíðina og mikill tími fer í það en þegar henni er lokið höldum við áfram að rýna í sem fram kom á fundinum,“ segir Marteinn.

Mynd: VA / Einn hópurinn að störfum


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.