Egilsstaðastofa opnuð og tekur Hús handanna við Upplýsingamiðstöð Austurlands?

upplysingamidstod undirritunBúið er að opna upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á Egilsstöðum undir nafni Egilsstaðastofa. Hús handanna tekur við rekstri Upplýsingamiðstöðvar Austurlands til eins árs en henni var lokað í byrjun nóvember.

Skrifað var undir samninga milli sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs, Austurfarar og Þjónustusamfélagsins á Héraði um rekstur upplýsingamiðstöðvar Fljótsdalshéraðs til tveggja ára í vikunni.

Til stendur að stofan verði við tjaldsvæði Egilsstaða sem Austurför rak síðasta sumar. Í tilkynningu segir að stofunni sé ætlað að „styrkja og efla upplýsingagjöf um Fljótsdalshérað sem áfangastað ferðamanna og verslunar- og þjónustumiðstöð.

Einnig er henni ætlað að leysa þörf fyrir almenningssalerni og bæta aðstöðu fyrir fólksflutningabíla í miðbæ Egilsstaða."

Þá hefur Austurbrú ákveðið að gagna til samninga við Hús handanna á Egilsstöðum um rekstur Upplýsingamiðstöðvar Austurlands sem lokað var vegna fjárhagsörðugleika í byrjun nóvember. Þetta var niðurstaða stýrihóps sem skipaður var í kjölfar lokunarinnar.

Í tilkynningu segir að ráðstöfunin sé til eins árs og á meðan verði unnið að framtíðarsýn upplýsingamiðlunar til ferðamanna í fjórðungnum.

Fljótsdalshérað borgaði áður eitt sveitarfélaga sérstakt framlag, um fjórar milljónir króna ári, til Upplýsingamiðstöðvar Austurlands. Það framlag mun nú vera flutt til Egilsstaðastofu.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.