Katrín Júlíusdóttir: Reykjavíkurflugvöllur er ekkert að fara

katrin juliusdottir feb15Varaformaður Samfylkingarinnar vonast til þess að áralöngum deilum um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar fari fljótt að ljúka þannig að hægt verði að byggja upp samgöngumannvirki til framtíðar í Reykjavík.

„Ég er sjálf þeirrar skoðunar að þessi völlur sé ekkert að fara. Þú ferð ekkert með völl sem enginn veit hvert á að fara," sagði Katrín Júlíusdóttir á opnum fundi Samfylkingarinnar á Egilsstöðum í síðustu viku.

Hún kvaðst vonast til að niðurstaða fengist fljótt svo menn gætu farið að hugsa um annað, svo sem byggja upp framtíðaraðstöðu á Reykjavíkurflugvelli.

„Ég vona að við getum farið að taka ákvörðun og ljúka rifrildinu. Þetta er ekkert samtal lengur. Umræðan sem verið hefur skilar okkur engu."

Katrín kvaðst binda vonir við niðurstöðu Rögnunefndarinnar svokölluðu sem Ragna Árnadóttir, fyrrum dómsmálaráðherra, hefur leitt en henni var ætlað að leggja mat á framtíð innanlandsflugs.

„Ég anda í kviðinn þar til niðurstaða er komin," sagði Katrín.

Hún lýsti einnig vilja til að styðja við innanlandsflug til að lækka fargjaldið. „Við eigum að ræða það á forsendum almenningssamganga hvort hægt sé að mæta kostnaði þeirra sem hafi lögheimili í ákveðinni fjarlægð við flug."

Hún kvaðst ekki óttast að reglur Evrópusambandsins yrðu þar fjötur um fót. „Evrópusamstarfið byggir líka á byggðakorti. Það má gera ýmislegt fyrir byggðir um landið sem ekki má gera á höfuðborgarsvæðum."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.