Sendiherra Kanada á ferð um Fjarðabyggð

Stewart peturStewart Wheeler, sendiherra Kanada á Íslandi, hefur ferðast vítt og breitt um Fjarðabyggð á undanförnum dögum, en hann er staddur þar á eigin vegum í stuttu fríi.

Í gær kynnti hann sér meðal annars starfsemi Alcoa Fjarðaáls og uppbyggingu á vegum franska verkefnisins á Fáskrúðsfirði. Sendiherrann heimsótti einnig Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði og kom við á Íslenska stríðsárasafninu á Reyðarfirði, en kanadískar hersveitir voru hluti af setuliði bandamanna á Austurlandi í síðari heimsstyrjöldinni.

Þá átti sendiherrann fund með bæjarráði Fjarðabyggðar og Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur, verkefnastjóra atvinnumála, en kanadísk stjórnvöld hafa látið talsvert að sér kveða í málefnum Norðurslóða.
Helginni varði sendiherrann í Neskaupstað og hafði m.a. ætlað sér á skíði í Oddsskarði en varð að hverfa frá því vegna veðurs. Hann heldur aftur heim í dag.

Mynd: Fjarðabyggð / Stewart Wheeler, sendiherra Kanada á Íslandi og Pétur Sörensson, forstöðumaður Safnastofnunar, á Íslenska stríðsárasafninu í gær.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.