Fjarðabyggð: Komdu þínu á framfæri

FramfaeriErt þú á aldrinum 15 til 30 ára og vilt koma skoðunum þínum á framfæri við þá sem bera ábyrgð á málefnum ungs fólks í Fjarðabyggð?

Æskulýðsvettvangurinn stendur fyrir fundi með ungu fólki í Grunnskóla Stöðvarfjarðar, miðvikudaginn 25. febrúar, kl. 13:00 til 15:30.

Viðfangsefni fundarins er skipt upp í fjóra flokka, menntun, íþróttir og æskulýðsmál, samfélagið mitt og listir og menning.

Fundarformið skiptist upp í fjórar 20 mín lotur. Allir þátttakendur fá að koma sínum skoðunum á framfæri í öllum flokkunum.

Í framhaldi af fundinum, frá kl. 15:30 til 16:00 fer síðan fram kynning á Lýðháskólum og ungmennaverkefnum Ungmennafélags Íslands (UMFÍ)

Deginum lýkur svo á kynnisferð í Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði.

Allt ungt fólk er velkomið. Þátttaka er ókeypis og verða léttar veitingar í boði.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Guðmund Halldórsson, íþrótta- og tómstundafulltrúa, á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. varðandi, skráningu, leyfi frá skóla og far á ráðstefnuna.

Viðburðurinn er á FB.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.