Rómantískir á Reyðarfirði: Karlmenn mjög duglegir að kaupa konudagskökuna - Myndir

KonudagskakaKonudagurinn er á sunnudaginn og það er í mörg horn að líta hjá Sesam bakaríi og brauðhúsi á Reyðarfirði. Í fjölda ára hafa bakarar þar hannað sína eigin konudagsköku og selt eins og heitar lummur á konudaginn.

„Við höfum gert þetta lengi og við leggjum mikla vinnu í kökuna á hverju ári. Við byrjuðum að þessari dásemd fyrir um tveimur vikum því þetta þarf að undirbúa í góðan tíma, en það var ég og annar bakari sem vinnur hérna sem hönnuðum kökuna í sameiningu,“ segir Valur Þórsson, bakari í Sesam Bakaríi.

Algert lostæti

Konudagskakan í ár er lostæti. „Þetta er tveggja botna súkkulaði –orange kaka. Annar botninn er brownie‘s súkkulaðibotn og hinn er hvítur marsípan botn. Í fyllingunni er núggat- og appelsínusúkkulaði frómas með örlitlum keim að kanil. Kakan er svo hjúpuð með konsum appelsínu-suðusúkkulaði og skreytt með sér útbúnu hnetukexi. Hljómar þetta ekki vel?,“ segir bakarinn.

Rómantískir á Reyðarfirði

En hafa karlar verið duglegir að kaupa kökuna í gegnum árin. „Já, mjög duglegir. Þeir eru svo rómantískir karlarnir  hérna á Reyðarfirði skal ég segja þér. Þetta er líka ágætis tilbreyting frá blómunum, „ segir Valur að lokum.

Myndir: Valur bakari með kökuna og hin girnilega konudagskaka ársins.
Konudagskaka og Valur bakari
Valur Thorsson bakari Sesambraudhus

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.