Mikill snjór á Egilsstöðum – Myndir
Egilsstaðabúar, líkt og aðrir Austfirðingar, vöknuðu upp við afar mikinn snjó í morgun. Um hádegi í morgun byrjaði að hvessa og snjóa en eftir kvöldmat bætti verulega í.Þegar íbúar komu á fætur í morgun voru bæði hús og bílar á kafi. Sumir þurftu að moka sig út úr húsum sínum en aðrir klofuðu snjóinn upp í mitti.
Snjómagnið er merkilegt í ljósi þess að eftir hláku í síðustu viku var næstum allur snjór á svæðinu horfinn.
Austfirðingar hafa í morgun birt myndir af sér í snjónum á samfélagsmiðlum og þeir yngstu sem á annað borð komust í skóla fóru margir á snjóþotum.
Síðan réðust menn í að moka upp bílana. Nágrannar hjálpuðust að en aðrir hölluðu sér fram á rekurnar og horfðu vantrúa á snjóbinginn sem virtist ekkert minnka.
Austurfrétt rölti um bæinn með myndavélina.