Mikill snjór á Egilsstöðum – Myndir

20150224 092352 webEgilsstaðabúar, líkt og aðrir Austfirðingar, vöknuðu upp við afar mikinn snjó í morgun. Um hádegi í morgun byrjaði að hvessa og snjóa en eftir kvöldmat bætti verulega í.

Þegar íbúar komu á fætur í morgun voru bæði hús og bílar á kafi. Sumir þurftu að moka sig út úr húsum sínum en aðrir klofuðu snjóinn upp í mitti.

Snjómagnið er merkilegt í ljósi þess að eftir hláku í síðustu viku var næstum allur snjór á svæðinu horfinn.

Austfirðingar hafa í morgun birt myndir af sér í snjónum á samfélagsmiðlum og þeir yngstu sem á annað borð komust í skóla fóru margir á snjóþotum.

Síðan réðust menn í að moka upp bílana. Nágrannar hjálpuðust að en aðrir hölluðu sér fram á rekurnar og horfðu vantrúa á snjóbinginn sem virtist ekkert minnka.

Austurfrétt rölti um bæinn með myndavélina.

20150224 093605 web20150224 093847 websnjor egs 24022015 0001 websnjor egs 24022015 0002 websnjor egs 24022015 0004 websnjor egs 24022015 0007 websnjor egs 24022015 0016 websnjor egs 24022015 0018 webQM1T0659 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.