Hefðu átt að hugsa sig tvisvar áður en þau birtu móðgandi umfjöllun um Múhameðstrú

charlie hebdoFormaður sóknarnefndar Berunessóknar leggst gegn því að ákvæði um refsingu við guðlasti verði fjarlægt úr almennum hegningarlögum. Nauðsynlegt sé að aðhald sé til staðar.

Þetta kemur fram í umsögn Berunessóknar um tillögu um breytingu á almennum hegningarlögum sem þingmenn Pírata lögðu nýverið fram en hún er undirrituð af formanninum, Ólafi Eggertssyni, bónda á Berunesi,

Í umsögninni segir hann „alfarið" á móti efni frumvarpsins um að afnema 125. grein hegningarlaganna.

„Mannlegt samfélag mun alltaf þurfa einhvern lagaramma sem veitir aðhald og leiðbeinir um samskipti, framkomu og margs konar grundvallarreglur, við það höfum við, sem og aðrar siðmenntaðar þjóðir búið, svo í samskiptum sem öðru.

Trúarbrögð eru mörg og mismunandi og á ýmsu hefur gengið þar sem stór og smá átök sýna merkin.

Jótlandspósturinn og Charle Hebdo hefðu átt að hugsa sig tvisvar um áður en móðgandi umfjöllun þeirra um Múhameðstrú var birt.

Þó lagagreinin hafi ekki oft verið virkjuð, þarf þetta aðhald að vera til staðar."

Berunessókn tilheyrir Djúpavogsprestakalli. Nítján manns eru skráðir í sóknina en tveir íbúar á svæðinu eru utan trúfélaga.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.