Bátur hálfur á kafi í slippnum á Seyðisfirði - Myndir
Björgunarsveitin Ísólfur var kölluð út eftir hádegi í dag til að bjarga bát sem var að sökkva í slippnum á Seyðisfirði.„Það var annar bátur utan á honum og við erum búnir að bjarga honum," segir Guðjón Már Jónsson, björgunarsveitarmaður á vettvangi.
Svo virðist sem skyndilegur leki hafi komið að bátnum sem er gamall stálbátur og hefur verið lengi á svæðinu. „Hann hallar mikið og er enn hálfur á kafi," sagði Guðjón.
Myndir: Ómar Bogason