Hreindýr á beit við útidyrnar á Merki: Þetta gerist oft hérna

hreindyr 3Sólrún Hauksdóttir, bóndi á Merki á Jökuldal fékk heimsókn frá hópi hreindýra a dögunum.

„Dýrin voru bara á beit rétt við útidyrnar hjá mér. En ég kippi mér ekki mikið upp við það. Þetta gerist oft hérna. Þau eru gjarnan hér í kring,“ segir Sólrún, eða Solla í Merki eins og hún er alltaf kölluð í samtali við Austurfrétt.

„Við vitum þá á allavega að það eru einhver dýr hérna eftir á þessu svæði, en svo virðist sem þau séu að mestu búin að færa sig niður á firði. En hvort það sé vegna gróðursins eða vegna þess mikla ónæðis sem þau verða fyrir hérna veit ég ekki,“ bætir hún við.

En er ekki vinalegt að hafa hreindýr á beit fyrir utan bæinn? „það er alltaf gaman að sjá þau greyin, nema þegar þau eru á túnunum á vorin innan um sauðfé með lömbin, það er ekki vinsælt á þessum bæ.

Það var eitt vorið hérna að það var svo mikið af dýrum inn á túninu sem er við Treglu. Við vorum búin að reka lamdfé þangað inneftir en það kom bara allt heim, það vildi ekki sameinast með hreindýrunum. Þá leist okkur ekkert á þetta. En við við vitum þó að það eru allavega ennþá einhver dýr á svæðinu,“ segir Solla að lokum.

Myndir: Myndirnar sem Solla tók af hreindýrunum fyrir utan Merki í síðustu viku.
Hreindyr 2
Hreindyr 1

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar