Eldur í húsnæði Austurljóss

Slökkvilið Múlaþings var kallað út klukkan 11:20 eftir að tilkynnt var í eld í braggabyggingu á mótum gatnanna Miðáss og Reykáss á Egilsstöðum.

Húsnæðið sem um ræðir er að Miðási 18 og hefur hýst starfsemi fjarskiptafyrirtækisins Austurljóss. Í hinum enda hússins var líkkistusmiðja. Reynt hefur verið að varna því að eldurinn fari í það bil.

Slökkvilið var fljótt á staðinn og hóf strax slökkvistarf. Að sögn sjónarvottar lagði slökkviliðið fyrst áherslu á að sprauta utan á veggi hússins. Um hádegi braust eldur upp úr þakinu en hann var snarlega kveðinn niður. Í kjölfarið byrjuðu reykkafarar að fara inn auk þess sem útveggur var rofinn með skotbómulyftara.

Fréttin verður uppfærð eftir því sem nánari upplýsingar liggja fyrir.

Myndir: Stefán Bogi Sveinsson og Unnar Erlingsson

DM12TWNk
MVCe51lF
Austurljos Bruni1
PxPzKKte
 S0v 6pW
DJI 0404 Web
DJI 0411 Web
DJI 0423 Web
IMG 1294 Web
IMG 1300 Web
IMG 1306 Web
IMG 1318 Web
PXL 20240512 123259109 Web
PXL 20240512 123513100 Web



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.