Ísfisktogarar fiska vel

Gullver webÍsfisktogararnir Bjartur NK og Gullver NS hafa fiskað vel að undanförnu og hafa þeir komið með góðan fisk að landi sem hentar vel til vinnslu.

Bjartur landaði 85 tonnum í Neskaupstað á laugardag, en uppistaða aflans var ufsi úr Papagrunni. Hélt hann strax aftur til veiða að löndum lokinni og landaði öðrum 60 tonnum í gær, aðallega þorski úr Breiðdalsgrunni og Litla dýpi. Bjarni Hafsteinsson skipstjóri á Bjarti segir að vel hafi gengið að fiska að undanförnu, en einnig skipti miklu máli hve fiskurinn er stór og góður sem fæst um þessar mundir.

Gullver landaði um 100 tonnum á Seyðisfirði á mánudag, mestmegnis þorski og ufsa. Meirihluti aflans mun fara til vinnslu á Seyðisfirði. Að sögn Jónasar Jónssonar skipstjóra fékkst aflinn einkum í Hvalbakshalli og Lónsdýpi og er um mjög fallegan og góðan fisk að ræða.

Gullver NS kemur til löndunar á Seyðisfirði. Ljósm: Ómar Bogason.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.