Verslunarmenn í AFLi samþykktu verkfall
Ríflega 82% þeirra sem greiddu atkvæði í verkfallsboðun verslunarmannadeildar AFLs samþykktu verkfallsboðun. Verkfallið er boðað í samræmi við verkfall VR og fleiri félaga.Verkfallið verður í áföngum. Fyrst verður fjögurra sólarhringa verkfall hjá hópferðafyrirtækjum 28. – 31. maí.
Í kjölfarið fylgja starfsmenn hjá hótelum, gististöðum og baðstöðum 30. maí – 1. júní, í flugafgreiðslu 31. maí – 3. júní, hjá skipafélögum og matvöruverslunum 2. júní – 5. júní og loks olíufélögum 4. – 5. júní.
Síðan hefst ótímabundið allsherjarverkfall á miðnætti 6. júní. Kjörsókn var 33%.