Venus kominn til Vopnafjarðar

venus ns sjosetturNýtt skip HB Granda, Venus NS, kom til heimahafnar á Vopnafirði seinni part sunnudags. Formlega verður tekið á móti því á morgun.

Skipið kemur til Vopnafjarðar beint úr skipasmíðastöðinni í Tyrklandi þar sem það var smíðað. Það er eitt fjögurra nýrra skipa sem fyrirtækið hefur keypt en framundan eru meðal annars framkvæmdir við höfnina á Vopnafirði til að þau geti athafnað sig þar.

Siglingin heim gekk vel og kom skipið fyrr til hafnar en ráð var fyrir gert fyrir helgi.

Af tilefni af komu skipsins hefur verið boðað til móttökuathafnar sem hefst klukkan 15:30 á morgun.

Mynd: HB Grandi
 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.