Fagna 100 ára kosningarétti kvenna með hreinum kvennafundi í bæjarstjórn

baejarstjorn-fjardabyggdar-2014-2018Aðeins konur munu sitja fyrsta fund bæjarstjórnar Fjarðabyggðar þegar hún kemur saman á ný eftir sumarleyfi. Þá munu konur einnig skipa meirihluta fastra bæjarfulltrúa.

Það var Fjarðalistinn sem lagði fram tillögu um kvennafundinn en þann 19. júní verða 100 ár liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt.

Víða um land er haldið upp á daginn, til dæmis hafa mörg fyrirtæki og stofnanir ákveðið að gefa starfsfólki sínu frí, að minnsta kosti hluta úr degi, en þeirra á meðal eru sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað.

Til stóð að kvennafundurinn yrði síðasta bæjarstjórnarfund fyrir sumarfrí en hann er á morgun. Af því gat ekki orðið og var honum því frestað.

Á síðasta bæjarstjórnarfundi voru konur í fyrsta sinn í meirihluta fulltrúa bæjarfulltrúa, þær voru þá sjö gegn tveimur.

Að loknu sumarleyfi verða einnig fimm konur fastafulltrúar í bæjarstjórninni en fjórir karlar. Eiður Ragnarsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, er að flytja úr sveitarfélaginu og Hulda Sigrún Guðmundsdóttir tekur sæti hans.

Þá tekur Esther Ösp Gunnarsdóttir, Fjarðalistanum sæti á ný að loknu námsleyfi.

Fyrir í bæjarstjórninni eru þær Pálína Margeirsdóttir, Framsóknarflokki, Kristín Gestsdóttir, Sjálfstæðisflokki og Eydís Ásbjörnsdóttir, Fjarðalistanum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.