Skapar tortryggni um ójafnræði meðal bjóðenda

nesk jan12 webFramkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Fjarðabyggðar, valdi Nattúrustofu Vestfjarða sem einn af fjórum bjóðendum í lokuðu útboði um umhverfismat vegna ofanflóðavarna á Norðfirði. Það skapar tortryggni um að ójafnræði ríki á meðal bjóðenda, að mati Samtaka iðnaðarins.

Náttúrustofa Vestfjarða er á föstum fjárlögum hjá íslenska ríkinu og hefur jafnframt eftirlitshlutverk með höndum, á meðan að aðrir bjóðendur í verkið starfa að öllu leyti á almennum samkeppnismarkaði.

Í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins segir að samtökin vilji hvetja til þess að opinberir aðilar hafi hagræðingar- og samkeppniskröfur íslensks réttar að leiðarljósi við kaup á vöru og þjónustu í landinu.

Ennfremur segir í tilkynningunni að stefna stjórnvalda sé skýr í þessum málaflokki og að sameiginlegir hagsmunir allra séu að frjáls samkeppni og hvati til hagræðingar fari saman. Það auki hagvöxt og stuðli að heilbrigðum viðskiptaháttum hér á landi. Tilgangur með reglum um opinber innkaup sé m.a. að lækka verð, auka gegnsæi og jafnræði á markaði sem og skapa tækifæri til nýsköpunar og nýrra viðskiptatækifæra.

Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur SI segir að þegar svona standi á verði að gera þá kröfu að opinber aðili sýni með skýrum hætti fram á að sá hluti rekstrarins sem útboðið tekur til sé fjárhagslega aðskilinn opinberum hluta stofnunarinnar. „Sé þess ekki gætt teljum við að framangreindum markmiðum laga verði ekki náð enda getur niðurgreiðsla íslenska ríkisins og sveitarfélaga á tilboðum opinberra aðila aldrei samræmst hagræðingar- og samkeppniskröfum íslensks réttar.“

Mynd: Frá Norðfirði


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.