Grunur um laumufarþega með Norrænu

norronaHorft var eftir laumufarþega þegar Norræna lagðist að bryggju á Seyðisfirði í morgun en enginn slíkur fannst. Ferjan var annars sneisafull af farþegum og fragt.

Samkvæmt upplýsingum Austurfréttar sáust ummerki um borð sem hugsanlega gátu hafa verið eftir laumufarþega. Enginn slíkur fannst þrátt fyrir leit.

Afgreiðsla skipsins gekk annars afar vel en þetta er í annað skiptið sem hún kemur á fimmtudegi og stoppar í um tvo tíma á sumaráætlun sinni.

Að þessu sinni komu 870 farþegar með 370 bíla í land en burtu fóru ríflega 500 farþegar með tæplega 230 bíla.

Að auki var mikil fragt, bæði til og frá landinu þannig skipið var sneisafullt.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.