Benz-inn fundinn en hjartalínurita stolið á Breiðdalsvík

benz hertzMercedes Benz-bifreið sem stolið var af flugvellinum á Egilsstöðum í gær er fundinn. Þá var brotist inn í heilsugæsluna á Breiðdalsvík í nótt.

Fyrr í dag var auglýst eftir svörtum Benz ML250 jeppa, árgerð 2015 á vegum bílaleigunnar Hertz.

Við eftirgrennslan lögreglu kom bíllinn í ljós í Keflavík. Grunaðir einstaklingar voru handteknir þar og rannsakar lögregla málið áfram.

Brotist inn í heilsugæsluna á Breiðdalsvík í nótt og stolið þaðan tveimur peningakössum og hjartalínurita.

Lögreglan á Eskifirði rannsakar málið en þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við hana í síma 444-0635.

Mynd: Hertz

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar