Bíll í vanda í Austdalsá
Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði var kölluð út upp úr hádegi í dag vegna bíls sem var fastur út í miðri Austdalsá en í bílnum voru tveir farþegar auk bílstjóra.Mikið er í ánni og var því sveitin kölluð út á F1 sem er hæsti forgangur. Björgunarmenn brugðust skjótt við, fóru á staðinn, hafa náð öllum úr bílnum og voru þeir fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahús til skoðunar.
Beðið er eftir stærri bíl til að skoða hvort hægt er að ná bílnum úr ánni.