Enginn sótti um eina ríkisstarfið á Borgarfirði

borgarfjordur eystriEngar umsóknir bárust um 40% stöðu hjúkrunarfræðings eða sjúkraliða á Borgarfirði eystri áður en umsóknarfresturinn rann út fyrir viku síðan. Því er ekki útlit fyrir að neinn ríkisstarfsmaður verði starfandi á Borgarfirði eystri frá næstu mánaðamótum. Þetta kom fram á vef RÚV fyrr í dag.

Stöðunni verður sinnt frá Egilsstöðum eftir að hjúkrunarfræðingurinn á Borgarfirði lætur af störfum þann 1. október og þar til einhver finnst í starfið, samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Austurlands.

Jón Þórðarson sveitarstjóri Borgarfjarðarhrepps segir að Borgfirðingar muni ræða málið við HSA á næstunni. „Einhver viðbrögð hljóta að koma, þetta er á ábyrgð stofnunarinnar og við þurfum að heyra hvað þau hafa að segja og hvernig þau ætla að leysa málið,“ segir Jón í samtali við Austurfrétt.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.