Lögreglumenn boða til samstöðufundar

logreglanLögreglumenn víða um land hafa að undanförnu gripið til aðgerða til að vekja athygli á kjarabaráttu sinni.

Verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn með lögum árið 1986 og var það þá hluti af samkomulagi milli lögreglumanna og fjármálaráðherra.

Undanfarin ár hefur borið á mikilli óánægju í stéttinni og hefur Landssamband lögreglumanna lýst því yfir að það sé skýlaus krafa þeirra að öðlast verkfallsrétt á ný. 

Kjaradeilum lögreglumanna og ríkisins hefur frá árinu 2008 tvívegis verið vísað í gerðardóm og hafa lögreglumenn ekki verið sáttir við niðurstöðu þeirra mála.

Kjarasamningar lögreglumanna hafa verið lausir frá 1. maí sl. og er aukinn hiti að færast í lögreglumenn sem hafa að undanförnu ítrekað vakið athygli á stöðunni með ýmsum hætti.

Lögreglumenn á Austurlandi hafa nú boðað til félags- og samstöðufundar sem haldinn verður í kaffihorninu í Nettó á Egilsstöðum kl. 13 í dag. Eina dagskrármálið eru kjaramál lögreglumanna.

Búðahnuplarar ættu því að líkindum að velja sér annan tíma til að athafna sig í versluninni.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.