„Myndi giska á 60/40 – okkur í hag"

stöð„Við byrjum klukkan níu í fyrramálið og ég stefni á það að niðurstaða liggi fyrir seinnipartinn," segir Bjarni Einarsson, fornleifafræðingur, en hann mun á morgun grafa rannsóknarholu við Stöð í Stöðvarfirði, en forkönnun á svæðinu hefur sýnt fram á mögulegan landnámsskála á svæðinu.

Vísbendingar um merkar fornminjar komu fram við athugun á mögulegum línulögnum á svæðinu, en ef rétt reynist, er mögulega um fyrsta landnámsskála Austurlands að ræða. Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að ábyrgjast forvarnir á þeim gripum sem þar kunna að finnast.

„Þetta fer þannig fram að við verðum með gröfu á svæðinu sem grefur fimm sentimetra niður í einu samkvæmt mínum fyrirskipunum.

Ég þarf að finna ákveðna hluti til þess að geta staðfest að um skála sé að ræða, aðeins er um meintan skála að ræða í dag.

Þetta er svolítið eins og að kaupa sér happrættismiða, en maður kemst ekki að neinu án þess að skoða það. Ég myndi segja að þetta væri svona „50/50" eða kannsi frekar giska á„60/40", okkur í hag," segir Bjarni.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar