Enn skrið á hlíðinni

eskifjordur sprungur 20151108 0028 webVeðurstofan fylgist áfram með hlíðinni ofan við Engjabakka í Helgustaðahreppi sem enn skríður fram. Engin bráðahætta er þó talin á ferðum.

Þetta kom fram í svari Jóns Björns Hákonarsonar, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar við spurningu Eydísar Ásbjörnsdóttur á fundi bæjarstjórnar í gær.

Eftir miklar rigningar í byrjun nóvember var veginum út í Helgustaðahrepp lokað og nokkur hús rýmd. Um leið voru sett upp mælingatæki frá ofanflóðadeild Veðurstofunnar.

Í svari Jóns Björns kom fram að settir hefðu verið upp 26 mæliboltar auk þess sem til staðar séu mælistikur fyrir sjónrænar mælingar og eftir þeim sé litið annan hvern dag.

Hann sagði að við framskriðið í haust hefðu menn áttað sig á að hlíðin hefði áður skriðið farm. Á myndum hefði komið fram eldra framskrið sem hefði gróið.

Þá sé hlaup í Högnastaðaá í sumar og tengt við framskriðið en menn héldu fyrst að það hefði verið vegna leysinga.

„Það er enn hægt skrið en engin bráðahætta á ferðinni. Það voru vonbrigði að svæðið fór undir snjó án þess að frjósa því frostið átti að hægja á skriðinu. Menn hafa meiri áhyggjur af leysingum eða miklum rigningum," sagði hann.

Svæðið verður vaktað áfram og staðan metin eftir þörfum. Jón Björn vísaði meðal annars til svæðisins neðan Sniðgils á Norðfirði þar sem framskrið hefði verið vaktað í 20 ár. Það væri hægt en alltaf eitthvert.

Hann sagði enn of snemmt að meta framtíðar aðgerðir eins og framkvæmdir til að verja bæina undir hlíðinni. „Við þurfum að ræða það við ofanflóðasjóð en Veðurstofan vill meiri tíma í vetur til að meta aðstæður."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.