Fer Höttur stigalaus inn í jólafríið?

QM1T0025 webKörfuknattleikslið Hattar fékk Stjörnuna í heimsókn í íþróttahúsið á Egilsstöðum í gær. Það hefur sáralítið gengið hjá Hetti í vetur en oftar en einu sinni hafa þeir þó verið grátlega nálægt sigri. Liðið vil oft spila vel stóran hluta leiks en hikstar svo á lokamínútunum og það var nákvæmlega það sem gerðist í gærkvöldi.

Fyrstu þrír leikhlutarnir voru fínir hjá Hetti en enn og aftur vantar stig frá fleirum en Tobin Carberry sem var stigahæstur Hattarmanna í gær með 26 stig á meðan að aðrir leikmenn liðsins voru með undir 10 stig.

Höttur leiddi leikinn 40-35 í hálfleik og í lok þriðja leikhluta var staðan 56-50 og margir áhorfendur sjálfsagt farnir að sjá fyrir sér fyrsta sigur Hattar.

Svo varð ekki en Höttur hreinlega kastaði frá sér leiknum á fyrstu fimm mínútum fjórða leikhluta og allt í einu var staðan orðin 64-70. Stjarnan bætti í og kláraði leikinn með fimmtán stiga sigri 64-79.

Grátlegt fyrir heimamenn sem spiluðu heilt yfir vel í þrjátíu mínútur.

Hattarmenn eiga eftir að spila tvo leiki í deild fyrir jól. Tveir leikir til að koma í veg fyrir það að enda í jólakettinum.

Næsti heimaleikur Hattar er á morgun, sunnudag klukkan 15:30 gegn Þór Þorlákshöfn í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.