Stormur í aðsigi: Haldið ykkur heima eftir vinnu

ovedur 02112012 4 webVeðurfræðingur segir von á glórulausum byl á Austurlandi frá því seinni partinn í dag og framundir hádegi á morgun. Úrkoma verður meiri á Austfjörðum en annars staðar á landinu og vindur vægari.

„Það er óvenjulegt að minnsti vindur á landinu sé 20-25 m/s," segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Veðurstofan spáir vaxandi austanátt síðdegis en 20-25 m/s með talsverði slyddu, sjókomu eða jafnvel rigningu í kvöld.

„Það verður glórulaus bylur eitthvað fram á nótt og gengur niður seint í nótt eða fyrramálið. Það verður hins vegar áfram vont á fjallvegum fram undir hádegi á morgun," segir Elín.

„Þótt vindurinn sé ekki verstur þarna verður úrkoman hvað mest þarna. Það er viðbúið að það verði mikið kóf á öllum fjallvegum og eins láglendi. Það er von á að verði bullandi ófærð."

Veðurstofan hefur beðið landsmenn um að halda sig heima við eftir klukkan fimm í dag. Eystra er búist við að stormurinn geri vart við sig um og eftir hádegi en lægðin gangi hratt inn milli klukkan 15 og 18.

Morgunvél Flugfélags Íslands lenti á Egilsstöðum klukkan hálf níu í morgun en seinni vélunum tveimur hefur verið aflýst.

Snjóflóðahætta er metin á þriðja stigi af fimm sem er töluverð hætta. Í snjóflóðaspá segir að nokkur óstöðugleiki sé í íslögum í nýsnævi i´Oddsskarði. Þar hafi sést tvö snjóflóð í síðustu viku og þrjú önnur í Norðfirði. „Mikill veikleiki" hafi sést í snjónum í gær.

Veðurspár geri svo ráð fyrir „kolvitlausu veðri" í kvöld og mikilli úrkomu. Þá geti snjóflóðahætta skapast hratt hlémegin við austan áttina í giljum og fjallsbrúnum.

Mynd: Dagur Skírnir Óðinsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.