Brúarásskóla aflýst: Verið að opna vegi

fjardarheidi 30012013 0006 webVerið er að opna fjallvegi á Austurlandi sem lokaðir voru í gær vegna veðurs. Skólahaldi var aflýst í Brúarásskóla og skólaakstri aflýst í Fellaskóla. Varað er við mikilli hálku.


Uppfært 10:30

Skólahaldi í Brúarásskóla var aflýst vegna ófærðar.

Í Fellaskóla hefur verið hætt við skólaakstur. Afar hált er á leiðum fyrir norðan Lagarfljót og hvasst.

Þungfært er til Seyðisfjarðar og enn ófært um Möðrudalsöræfi.

Línurnar milli Eyvindarár og Hryggstekks annars vegar og Hryggstekks og Teigarhorns hins vegar eru enn úti. Viðgerðarflokkar eru á leiðinni samkvæmt tilkynningu frá Landsneti en umfang bilananna er enn óþekkt. Línurnar fóru út um klukkan ellefu í gærkvöldi.

Upphaflegt: 7:44


Nýbúið er að opna Fagradal og verið að moka yfir Oddsskarð. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að verið væri að senda moksturstæki af stað á aðra vegi, svo sem Fjarðarheiði.

Vegurinn yfir Möðrudalsöræfi er enn lokaður en samkvæmt áætlunum á hann ekki að vera opnaður fyrr en um klukkan tíu.

Skólahald er víðast hvar með eðlilegum hætti. 
Flughált er víða og rétt að fara að öllu með gát.


Hlýtt er á Austurlandi og sem dæmi má nefna að tíu stiga hiti mældist á Seyðisfirði í morgun og fimm gráður á Þórdalsheiði.

Austfirðir virðast almennt hafa sloppið vel undan óðveðrinu í nótt. Nokkrar rafmagnstruflanir urðu hins vegar á milli klukkan tíu og tólf í gærkvöldi.

Þá virðist vindmælir á Öxi hafa gefið sig því ekki hafa borist upplýsingar frá honum frá því rétt fyrir miðnætti. Hraði í hviðum mældist þá um 40 m/s.

Mestur vindhraði eystra var á Vatnsskarði, 54 m/s í hviðum um klukkan eitt í nótt og 50 m/s á Skjaldþingsstöðum um sama leyti.

Veðurstofan spáir áfarm suðaustan eða auastan 20-28 m/s á Austurlandi og Ausfjörðum en snúist til suðurs um hádegi og lægi smám saman. 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.