Enginn útköll eystra í vonda veðrinu

logreglanEnginn útköll bárust lögreglu eða björgunarsveitum vegna veðurofsans eystra í nótt. Einn slasaðist við að huga að bát í höfninni á Eskifirði í nótt.

Hann meiddist á fæti þegar verið var að tryggja landfestar en meiðsli hans munu vera minniháttar.

Jónas Wilhelmsson, yfirvarðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að viðbúnaði hafi verið aflýst upp úr miðnætti.

Mestar áhyggjur hafi verið af snjóflóðum eftir af óvissustigi var lýst yfir í gær. Því hefur nú verið aflýst og segir Jónas ekki vitað um neitt flóð.

Hann telur það hafa verið rétt að loka fjallvegum á Austurlandi þar sem ófært hafi verið vegna krapa og hálku í nótt.

Íbúar hafi virt tilmæli um að vera ekki á ferðinni og viðbragðsaðilar séu þakklátir fyrir það.

Björgunarsveitir af Vopnafirði og Jökuldal fóru í eftirlit í gær upp á Möðrudalsöræfi á móti Mývetningum til að kanna hvort nokkur væri þar á ferli en svo reyndist ekki vera.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.