Rafmagnslaust á Jökuldal: Eins og flugeldar nema þeir fóru niður

jokuldalur juli14Íbúa á Jökuldal brá nokkuð við tilþrifamikla blossasýningu á næsta bæ um klukkan hálf níu í morgun en svo varð allt svart, jafnt úti sem inni því rafmagnið fór. Vonast er til að það komist aftur inn um eða fyrir klukkan fjögur.

„Þetta var eins og verið væri að skjóta upp flugeldum nema að þeir fóru niður," segir Helga Valgeirsdóttir á Smáragrund.

Úr stofuglugganum horfði hún heim að Hofteigi en um klukkan átta í morgun varð hún vör við blossa í staur skammt fyrir neðan bæinn.

„Ég sá þetta fyrst upp úr klukkan átta. Þá virtist vera lítill eldur sem neistaði út frá niður á jörðina. Síðan slokknaði á þessu í 15-20 mínútur en þá magnaðist allt upp og alls konar blossar gengu út frá þessu. Þegar rafmagnið fór um hálf níu dó líka á staurnum.

Ég hringdi í Hofteig og spurðu hvort þau ætluðu að klára árið svona snemma. Þau vissu ekkert um ljósagang á hlaðinu."

Hjá bilanavakt RARIK fengust þær upplýsingar að eldur hafi brotist út í endatengingu í staurnum sem skipta þurfi um. Mögulegt er að þetta sé afleiðing af óveðrinu síðustu daga en það er þó ekki víst.

Vonast er til að rafmagn komist aftur á um eða fyrir klukkan fjögur. „Það hefur kólnað aðeins og maturinn eldast seint," sagði Helga að lokum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.