Ætla að loka hringnum fyrir páska

Ný hraðhleðslustöð Orku náttúrunnar (ON) var tekin í notkun á Egilsstöðum í dag. Þrjár slíkar stöðvar varða komnar í gagnið í upphafi nýs árs.

Fyrsta hraðhleðslan í fjórðungnum var tekin í notkun á Djúpavogi fyrir tveimur vikum og stöð opnar á Stöðvarfirði á fyrstu dögum nýs árs.

Við opnun stöðvarinnar á Egilsstöðum sagði Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON, að verið væri að vinna í því að loka hringnum en fyrirtækið hefur frá 2014 unnið að því að koma upp hleðslustöðvum, eða einfaldlega hlöðum, meðfram þjóðvegi 1.

Í dag var einnig opnuð stöð í Freysnesi og á næstunni koma upp hlöður í Mývatnssveit og Skjöldólfsstöðum á Jökuldal. Þar með verður hringnum lokað.

Bjarni segir að það fari eftir veðri hvenær stöðvarnar tvær koma upp en stefnt sé að því að þær komi fyrir páska.

Bjarni svipti hulunni af stöðunni ásamt Sigrúnu Hólm Þorleifsdóttur, stöðvarstjóra N1 en hlaðan stendur við Söluskálann. Rafbílaeigendurnir Stefán Sigurðsson og Helgi Sigurðsson voru svo fyrstir til að reyna nýju stöðina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.