Ágæt veiði í Hofsá og Selá – Íslendingar í meirihluta

Ágæt veiði hefur verið í laxveiðinni í Hofsá og Selá það sem af er sumri. Í fyrsta sinn í mjög langan tíma hafa Íslendingar verið í meirihluta veiðimanna en COVID-veiran hefur sett áform margra erlendra veiðimann í uppnám og hefur ástandið skapað töluverða erfiðleika fyrir eigendur ánna, að sögn Gísla Ásgeirssonar framkvæmdastjóra Veiðiklúbbsins Strengs sem sér um reksturinn.

Að sögn Gísla hefur veiðin erið með ágætum þrátt fyrir sérstakt ástand í ánum fyrrihluta sumars vegna kulda. „Það var snjóbráð í ánum lengi framan af en segja má að veiðina hafi gengið vel miðað við þær aðstæður,“ segir Gísli.

Nú eru komnir tæplega 700 laxar á land í Hofsá og um 800 í Selá. Gísli segir að veiðin í Hofsá sé betri en í fyrra en veiðin í Selá er um 50 löxum undir pari miðað við í fyrra. Hofsá er þekkt sem stórlaxaá og segir Gísli þar þar hafi nokkur fjöldi 90 sm laxa, eða 17 pundara og yfir, veiðst í sumar.

COVID veldur vandræðum

Lítið hlutfall erlendra veiðimanna í sumar skýrist af COVID veirunni og segir Gísli að það hafi skapað þeim margvísleg vandræði, Menn hafi verið að bóka og afbóka á víxl eftir því sem stóttvarnarreglur hafi breyst í þeim löndum sem veiðimennirnir koma frá einkum Bretlandi.

„Ég get nefnt dæmi um vinafólk mitt sem komið hefur hingað árlega í langan tíma,“ segir Gísli. „Þau bókuðu sína daga með góðum fyrirvara og borguðu fyrir eins og ætíð en síðan kom COVID og þá afbókuðu þau veiðileyfin. Síðar höfðu þau samband og báðu mig um að selja veiðileyfin svo þau hefðu upp í kostnað. Ég gerði það en þá höfðu þau aftur samband og vildu halda leyfunum sem þau höfðu borgað fyrir. Þetta er bara eitt dæmi um erfiðleikana sem við er að glíma hjá okkur í ár vegna veirunnar.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.