Alda Marín nýr fulltrúi sveitarstjóra á Borgarfirði eystri

Alda Marín Kristinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði eystri í stað Jóns Þórðarsonar sem gengt hefur því starfi frá sameiningu fjögurra sveitarfélaga undir hatt Múlaþings.

Alda þekkir vel til enda verið búsett í þorpinu síðustu sex árin og starfaði um tíma sem verkefnastjóri þegar Borgarfjörður eystri tók þátt í byggðaverkefninu Brothættar byggðir. Þá hefur Alda ennfremur gert sig gildandi í heimastjórn þorpsins og komið að ýmis konar stefnumótun þar síðustu ár.

Síðustu misserin hefur hún starfað fyrir Austurbrú í markaðsstörfum og heildar stefnumótun fyrir Austurland allt. Státar hún af gráðu í ferðamálafræðum frá Háskólanum að Hólum og starfaði um tíma sem sölu- og markaðsstjóri á Hótel Holti í Reykjavík.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar