Almenningur útilokaður frá réttum í haust

Almenningi, og ferðamönnum, verður meinað að heimsækja réttir í haust. Þetta hefur verið ákveðið í samráði sóttvarnayfirvalda, sveitarfélaga og bændasamtaka. Fyrstu réttir landsins eru um næstu mánaðarmót.

Fjallað er um málið á heimasíðu Landssamtaka sauðfjárbænda. Þar segir að almenna reglan fyrir árið 2020 er að aðeins þeir sem hafa hlutverk mæti í göngur og réttir og er það vegna 100 manna hámarksreglu. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin fjöldatakmörkun.

Ennfremur segir að hliðvarsla verður við aðkeyrslu að réttum og þangað inn verður aðeins hleypt þeim sem þar eiga erindi. Þeir sem mæta í réttir og hafa nýlega dvalið erlendis þurfa áður að hafa fylgt landamærareglum um sóttkví og sýnatöku.

Sveitarstjórn er ábyrg fyrir því að reglum um smitvarnir sé fylgt eftir. Sá þess þörf skal sveitarstjórn gefa út frekari leiðbeiningar.

Fram kemur að fjallaskálar/húsnæði er aðeins opið fyrir gagnamönnum í haust . Aðrir gestir mega ekki vera í húsnæði á sama tíma. Einnig að allir smalar skulu hafa handspritt meðferðis

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.